tisa: úmph

þriðjudagur, maí 16, 2006

úmph

Ég hef verið að spá í að setja eithvað nýtt inn á þessa blessuðu síðu. Ég veit ekki hvað. Það kemur sér ekki vel.

Ég hef tekið eftir því hvað langflestar bloggsíður eru með.

Ég gæti sett inn WebCam flipp. En vandamálið er að ég á ekki svona webcam dæmi. Mér finnst það reyndar ekki vandamál. Ég hef aldrei fundið þá þörf að láta fólk á sjá mig meðan ég er í tölvunni. Fólk getur bara komið í heimsókn og skoðað mig. Ég get snúið mér í hring fyrir ykkur og allt.

Ég þurfti allavega að gera það fyrir stórfjölskylduna hans Magga þegar ég kom fyrst heim til hans. Þau er voða vandlát á kærustur fyrir syni sína. En ég slapp í gegn.

Annað sem ég gæti sett inn eru myndir. Það virðast allir vera með myndir inn á síðunum sínum. En þá spyr ég sjálfa mig: Mun mér einhverntíma takast að verða eins og hinir. Þessir 'allir'

Ég á reyndar myndavél. En það eru bara fimm myndir inn á henni. Af háhýsi í Kaupmannahöfn. Ég hef ekki einu sinni farið þangað.

Annað sem allar bloggsíður eru með er svona Um mig. Þá segir fólk frá sjálfum sér. Mér finnst reyndar mjög gaman að segja frá sjálfri mér og tala ég oftar en ekki um mína yfirþyrmandi fegurð, þá sérstaklega á morgnana. Þá er ég sætust og alltaf í góðu skapi.

Flestir sem eiga einhverja vini eru með þá inn á síðunni sinni. Það er til þess að sýna að maður er ekki einhver sad manneskja sem gerir ekkert að hanga á blogginu sínu. Ég á mér líf.

Smá.

Ég er allavega með þannig, kalla það ævisögur. Kannski ert þú þar.

Ástæðan fyrir því að þetta eru ævisögur er sú að fyrir langa löngu þegar ég og Ásgerður byrjuðum með blog.central.is/tisa þá voru svona Vinir & vandamenn linkur þar. Og þar skrifuðu allir nokkrar línur um sína nánustu.

Eins og...

Pósturinn Páll '89' Póstskólinn

Ég kynntist Póstinum Páli í Póstskólanum og hann er sko geggjaður vinur minn. Elska hann í tætlur. Hann á líka ógó sætan kisa Mwahh :* :* Lovya (K)

Okkur Ásgerði datt í hug að gera bara heila sögu um allt fólkið, hvort sem það er skáldskapur eður ei. Það varð reyndar þannig að Ásgerður var ekki alveg með metnaðinn í þetta þannig ég gerð nú flestar ævisögunar. Hún á kannski eina eða tvær.

Auðvitað má ekki gleyma slúðrinu það hafa nú langflestar síður. Þá getur maður fylgst með því helsta sem var að gerast.

*-Pósturinn Páll heitur með einhverri gellu um helgina.-*
*-Kötturinn Njáll hættur með Kisunni-*

Það er yfirleitt í þessum dúr hefur mér sýnst.

Ég gæti líka hent inn svona mánaðarins til að vera í takt við tímann. Það er maður með svona foli mánaðins og gella og nörd og hneyksli eða eitthvað.


En það sem ég hef aldrei séð á neinni síðu er Svefnklúbbslinkur nema hjá mér. En mig langar svolítið að gera eitthvað nýtt hérna.

Kannski er það samt bara vegna þess að ég á að vera að læra undir dönskupróf.


En endilega komið með tillögur. Mér leiðist. Vantar eitthvað að gera.
Plís.


Tinna - Leti er lífstíll


tisa at 13:55

5 comments